Handknattleiksakademía Íslands stendur fyrir námskeiði fyrir stelpur og stráka á aldrinum 11-16 ára þar sem boðið er upp á fyrsta flokks afreksþjálfun í handknattleik. Markmið akademíunnar er að bæta tækni og leikskilning sérhvers einstaklings auk þess að kynna leikmönnum fyrir afreksmannaþjálfun og afreksmannaæfingaumhverfi.

lenovo-logo-467 2

HM námskeið í janúar 2017

Þá er komið að næsta námskeiði hjá okkur. Við verðum með HM skólann okkar í janúar og verða frábærir þjálfara til staðar til að veita öllum metnaðarfullum handboltakrökkunum leiðsögn. Námskeiðið er fyrir krakka á aldrinum 12-14 ára (2003-2005). Skráning er hafin hér til hliðar á síðunni!

HM-NÁMSKEIÐ_RÉTT.jpg

 

Fyrsta námskeið vetrarins 2016

Þá er komið að fyrsta námskeiði vetrarins hjá okkur! Sem fyrr ætlum við að bjóða upp á frábærar aukaæfingar fyrir stelpur og stráka á aldrinum 12-14 ára (2002-2004 árg.).

Námskeiðin einblína á einstaklinginn, við leggjum áherslu á bætta skottækni, aukinn skilning og bætta getu maður á mann, jafnt í sókn sem vörn. Við æfum samtals 6 sinnum, þar af þrjá morgna kl 6.30-7.40 og þrjár æfingar yfir helgina. Frábærir þjálfarar eru á námskeiðinu og verður sérstakur markmannsþjálfari, Hlynur Morthens, sem sinnir markmönnunum svo allir fái eitthvað fyrir sinn snúð. 

Æfingarnar fara fram í TM-höllinni í Garðabæ og er skráning hafin! 

Septembernamskeið_2016.jpg

Vornámskeið

Þá er komið að vornámskeiðinu okkar! Við verðum með afreksnámskeið dagana 25.-29. maí. Námskeiðið er í boði fyrir bæði stelpur og stráka sem fædd eru á árunum 2002-2004. 

Þjálfarateymið er stórglæsilegt líkt og áður en Ágúst og Rakel eru á sínum stað. Ágúst er eins og flestir vita þjálfari íslenska kvennalandsliðsins og Rakel er fyrrum fyrirliði landsliðsins. Einar Jónsson er aðstoðaþjálfari kvennalandsliðsins og verður hann meðal þjálfara á námskeiðinu. Alfreð Finnsson er þjálfari mfl kvk hjá Val og fyrrum þjálfari norska stórliðsins Storhamar. Við fáum Hlyn Morthens með okkur í lið og mun hann sjá um markmannsþjálfun á námskeiðinu. 

Æfingarnar fara fram í TM-höllinni í Garðabæ og verður æft í báðum sölunum í einu, stelpurnar öðrum megin og strákarnir hinum megin. Þetta er frábært tækifæri til að enda gott handboltaár á góðum aukaæfingum áður en sumarfríið hefst. 

Skráning er hafin! Líkt og áður eru takmörkuð pláss í boði til að halda gæðunum í hámarki á námskeiðinu. 

Vornamskeið_mai_16_stelpur_og_strakar.jpg

EM-Skóli Handknattleiksakademíu Íslands og Lenovo

Gleðilegt nýtt ár! Við ætlum að byrja árið með EM-skóla fyrir bæði stelpur og stráka á aldrinum 12-14 ára (2002-2004)

Hóparnir æfa í sitthvoru lagi en á sama tíma í TM höllinni í Garðabæ. Þjálfararnir eru allir fyrsta flokks þjálfarar með gríðarlega reynslu bæði hérlendis sem og í alþjóðaboltanum. Ágúst Jóhannsson og Rakel Dögg Bragadóttir eru sem fyrr á staðnum og þeim til halds og traust eru Einar Jónsson, aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins og þjálfair mfl kk hjá Stjörnunni, og Alfreð Finnson, fyrrum þjálfari stórliðs Storhamar í norsku úrvalsdeildinni og þjálfari mfl kvk hjá Val. Roland Valur Eradze verður markmannsþjálfari og mun sjá til þess að allir markmenn fái nóg fyrir sinn snúð. 

Allir þátttakendur fá ýmislegt fyrir þáttöku sína á þessu námskeiði en þar ber þó auðvitað hæst að nefna 6 fyrsta flokks æfingar sem verða byggðar upp eins og hér segir:

Þriðjudagur 19.janúar kl.06.30-07.40 - Tækni, fintur og skot

Fimmtudagur 21.janúar kl.06.30-07.40 - Tækni, fintur og skot

Laugardagur 23.janúar kl.? - Yfirtöluspil og hraðaupphlaup

Laugardagur 23.janúar kl.? - Mjúkbolta (softball) EM

Sunnudagur 24.janúar kl.? - Yfirtöluspil og hraðaupphlaup

Sunnudagur 24.janúar kl.? - EM MÓT

Tímasetningar fyrir helgaræfingarnar eru því miður ekki orðnar staðfestar en allir þátttakendur fá sent æfingaplan 5 dögum áður en námskeiðið hefst. 

Þátttakendur fá einnig hressingu eftir hverja æfingu sem og EM-bol merktri einni stórþjóð af EM. Þátttakendur fá HAÍ-Lenovo handbolta og að lokum fá allir eitt skipti í keilu frítt sem hægt er að nýta hvenær sem er.

Skráning er hafin og munið að þátttaka er takmörkuð við 22 einstaklinga í sitthvort hópinn. Það er gert til að allir þátttakendur fái sem mest út úr námskeiðinu. 

                        Bolir HAI-EM skoli januar 2016                                          Lenovo-HAI boltar

Nóvember námskeið

Þá er komið að næsta námskeiði fyrir stelpur á aldrinum 11-13 (fæddar 2002-2004). Námskeiðið fer fram í Víkinni dagana 23.-30. nóv og verður æft þrjá virka morgna kl 6.30-7.40 ásamt tveimur æfingum á laugardegi og einni á sunnudegi. Allir þátttakendur fá létta hressingu eftir æfingu svo þeir mæti hressir og kátir í skólann á réttum tíma. Ágúst Jóhannsson, landsliðsþjálfari, og Rakel Dögg Bragadóttir, fyrrum landsliðsfyrirliði verða á sínum stað að venju og hafa fengið enn einn snillinginn sér til aðstoðar, Alfreð Finnsson. Alfreð er þjálfari mfl kvk hjá Val og var áður hjá stórliðinu Storhamar sem spilar í norsku úrvalsdeildinni. Liðið hefur meðal annars nokkrar norskar landsliðskonur en eins og allir vita er norksa liðið eitt það fremsta í heimi. Það er því mikill fengur fyrir Handknattleiksakademíuna að fá Alfreð til aðstoðar. Karl Erlingsson, unglingaþjálfari, verður einnig á sínum stað, Ágústi og Rakel til aðstoðar. Skráningin er hafin hér á síðunni. Takmarkaður fjöldi plássa, athugið að færri pláss verða í boði á þessu námskeiði en áður.

Afreksnamskeið_november_2015.jpg