Það gleður okkur mikið að kynna næsta námskeið og tvo nýja þjálfara í teymið okkar.

Þorgerður Anna Atladóttir er margreynd handknattleikskona og auðvitað með mikil handboltagen í sér. Hún hefur spilað fyrir Stjörnuna og Val hér á Íslandi og unnið fjöldan allan af titlum. Hún spilaði í einu sterkastsa liðinu í þýsku Búndesligunni áður en hún meiddist og sneri aftur heim til Íslands. Hún er einnig með fjöldan allan af landsleikjum á bakinu.

Stefanía Theodórsdóttir er ungur leikmaður Stjörnunnar. Það er virkilega gaman að segja frá því að Stefanía sótti námskeið Akademíunnar fyrsta árið og kemur nú inn sem þjálfari. Hún hefur á undanförnum árum unnið sér fast sæti í meistaraflokksliði Stjörnunnar og bankað fast á landsliðsdyrnar. Hún var einnig fastaleikmaður í unglingalandsliðinum. Stefanía er reynslumikill yngriflokkaþjálfari og er núverandi þjálfari hjá Stjörnunni.

Við bjóðum þessar flottu stelpur hjartanlega velkomnar í hópinn okkar.

Næsta námskeið hefst fimmtudaginn 28. september. Það verður æft fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag. Allir þátttakendur fá bol, brúsa, hressingu eftir æfingu og miða á landsleikinn Ísland – Danmörk.