Afreksnámskeið í mars 2018

Þá er hafin skráning á næsta námskeið hjá okkur. Við verðum með eitt stykki frábært afreksnámskeið í lok mars. Þátttakendur fá ýmislegt fyrir sinn snúð en ber það hæst að nefna afreksþjálfun frá reynslumiklum þjálfurum. Einnig fá allir þátttakendur bol og brúsa ásamt miða á landsleik Íslands og Slóveníu sem fram fer í Laugardalshöllinni þann…

Námskeið fyrir stelpur og stráka í nóvember

Handknattleiksakademía Íslands og Lenovo verða með frábært námskeið vikuna 20. – 26. nóv. Námskeiðið verður fyrir bæði stelpur og stráka á aldrinum 12-14 ára (2003-2005). Eins og síðastliðin ár verða frábærar æfingar í boði með reynslumiklum þjálfurum þar sem einstaklingurinn fær að njóta sín. Við leggjum áherslu á að bæta tæknileg atriði eins og sendingar,…

Afreksnámskeið fyrir stelpur 2003-2006

Það gleður okkur mikið að kynna næsta námskeið og tvo nýja þjálfara í teymið okkar. Þorgerður Anna Atladóttir er margreynd handknattleikskona og auðvitað með mikil handboltagen í sér. Hún hefur spilað fyrir Stjörnuna og Val hér á Íslandi og unnið fjöldan allan af titlum. Hún spilaði í einu sterkastsa liðinu í þýsku Búndesligunni áður en…

Vornámskeið maí 2017

Áfram höldum við með vinsælu námskeiðin okkar. Við verðum með viku námskeið frá 22. – 28. maí fyrir stelpur og stráka fædd árin 2003-2005. Þjálfararnir eru allir með mikla reynslu frá yngriflokka þjálfun og meistaraflokka þjálfun. Lagt er áhersla á einstaklingsþjálfun eins og rétt staða í varnaleik, maður á mann í sóknarleik og sendingargeta. Þátttakendur…

HM-NÁMSKEIÐ_RÉTT.jpg

HM námskeið í janúar 2017

Þá er komið að næsta námskeiði hjá okkur. Við verðum með HM skólann okkar í janúar og verða frábærir þjálfara til staðar til að veita öllum metnaðarfullum handboltakrökkunum leiðsögn. Námskeiðið er fyrir krakka á aldrinum 12-14 ára (2003-2005). Skráning er hafin hér til hliðar á síðunni!

 

Septembernamskeið_2016.jpg

Fyrsta námskeið vetrarins 2016

Þá er komið að fyrsta námskeiði vetrarins hjá okkur! Sem fyrr ætlum við að bjóða upp á frábærar aukaæfingar fyrir stelpur og stráka á aldrinum 12-14 ára (2002-2004 árg.). Námskeiðin einblína á einstaklinginn, við leggjum áherslu á bætta skottækni, aukinn skilning og bætta getu maður á mann, jafnt í sókn sem vörn. Við æfum samtals…

Vornamskeið_mai_16_stelpur_og_strakar.jpg

Vornámskeið

Þá er komið að vornámskeiðinu okkar! Við verðum með afreksnámskeið dagana 25.-29. maí. Námskeiðið er í boði fyrir bæði stelpur og stráka sem fædd eru á árunum 2002-2004.  Þjálfarateymið er stórglæsilegt líkt og áður en Ágúst og Rakel eru á sínum stað. Ágúst er eins og flestir vita þjálfari íslenska kvennalandsliðsins og Rakel er fyrrum…

Bolir HAI-EM skoli januar 2016

EM-Skóli Handknattleiksakademíu Íslands og Lenovo

Gleðilegt nýtt ár! Við ætlum að byrja árið með EM-skóla fyrir bæði stelpur og stráka á aldrinum 12-14 ára (2002-2004) Hóparnir æfa í sitthvoru lagi en á sama tíma í TM höllinni í Garðabæ. Þjálfararnir eru allir fyrsta flokks þjálfarar með gríðarlega reynslu bæði hérlendis sem og í alþjóðaboltanum. Ágúst Jóhannsson og Rakel Dögg Bragadóttir…

Afreksnamskeið_november_2015.jpg

Nóvember námskeið

Þá er komið að næsta námskeiði fyrir stelpur á aldrinum 11-13 (fæddar 2002-2004). Námskeiðið fer fram í Víkinni dagana 23.-30. nóv og verður æft þrjá virka morgna kl 6.30-7.40 ásamt tveimur æfingum á laugardegi og einni á sunnudegi. Allir þátttakendur fá létta hressingu eftir æfingu svo þeir mæti hressir og kátir í skólann á réttum…