EM – skólinn að hefjast

Nú styttist í að EM – skólinn hefjist. Fyrsta æfing hjá báðum hópum er á fimmtudaginn kl 6.30 í Mýrinni. Við minnum á að allir þátttakendur fá frítt á landsleik Íslands og Hvíta-Rússlands sem verður í Laugardalshöllinni miðvikudagskvöldið 31. október. Stelpurnar þurfa aðeins að mæta í miðasölu og gefa upp nafn og kennitölu og fá…

EM – Skóli

EM – skóli HAI og Lenovo Handknattleiksakademía Íslands og Lenovo bjóða upp á 4 daga námskeið í byrjun nóvember í tilefni þess að íslenska kvennalandsliðið er að fara á sitt þriðja stórmót í röð. Námskeiðið verður einstaklingsmiðið og verða landsliðskonur Íslands gestaþjálfarar. Þá munu hornamenn fá æfingar sérsniðnar að hornamönnum, markmenn fá æfingar frá markmönnum…

Fyrirlestrar

Handknattleiksakademía Íslands ætlar að bjóða upp á fyrirlestra fyrir unga og metnaðarfulla handknattleiksiðkendur. Rakel Dögg Bragadóttir, landsliðskona og einn af stofnendum akademíunnar hefur ásamt afreksþjálfaranum Silju Úlfarsdóttur og íþróttafélagsfræðingnum Viðari Halldórssyni mikla reynslu af afrekshugsun, markmiðasetningu, mikilvægi æfinga og mikilvægi sjálfstrausts. Öll hafa þau gríðarlega reynslu af fyrirlestrahaldi og vilja ólm miðla sinni þekkingu til…

Námskeið 2 er hafið

Annað námskeið hjá stelpunum hófst í gær. Fjölmargar stelpur voru mættar eldsnemma og klárar í fyrstu æfingu. Hrafnhildur Skúladóttir, landsliðshetja með meiru, var mætt en hún er nú hluti af þjálfarateymi Handknattleiksakadmemíu Íslands. Stelpurnar voru alveg rosalega flottar og það var frábært að sjá metnaðinn og löngunina hjá öllum stelpunum sem vilja greinilega ná langt…

Æfingahelgin hjá strákunum

Nú er námskeiðið hjá strákunum búið og heppnaðist það einstaklega vel. Strákarnir voru flottir og það er greinilegt að íslenska þjóðin þarf ekkert að hafa áhyggjur af stöðu landsliðsins næstu árin. Viðar Halldórsson íþróttafélagsfræðingur hélt fyrirlestur á laugardaginn og Silja Úlfarsdóttir á sunnudaginn. Silja fór einnig með strákunum niður í sal og lét þá púla…

Fyrsta námskeiðinu er lokið

Fyrsta námskeiðinu lauk í morgun eftir 3 frábærar vikur. Greinilegt að íslenska kvennalandsliðið þarf ekki að hafa neinar áhyggjur næstu árin því það er fullt af ungum, metnaðarfullum og efnilegum stelpum á leiðinni.  Munið að æfa vel, hugsa vel um ykkur og vinna í þeim þáttum sem Viðar, Silja og Hrabba töluðu um. Skráning er hafin…

Önnur vikan að hefjast

Þá er handknattleiksakademían komin á fullt og fyrsta vikan búin. Sú vika gekk prýðilega og er greinilegt að mikill efniviður er til staðar í íslenskum kvennahandbolta. Stelpurnar hafa verið mjög áhugasamar og lagt mikið á sig á æfingunum. Einbeitningin skín úr hverju andliti og augljóst að metnaðurinn er mikill hjá stelpunum. Önnur vika hófst í…

strakanamskeid-frett

Afreksnámskeið fyrir stráka

Handknattleiksakademía Íslands og Lenovo mun bjóða upp á námskeið fyrir stráka á aldrinum 13-17 ára. Námskeiðið verður með sama sniði og stelpunámskeiðið, þ.e. æft verður tvo morgna í viku kl. 6.30-7.40 og morgunmatur eftir æfingu. Eins verður stór æfingahelgi þar sem æft verður tvisvar á laugardegi og tvisvar á sunnudegi, matur á milli og fyrirlestrar.…