Auglysing nov 2014 2 - stelpur

Skráning er hafin á næsta námskeið

Skráning er hafin á næsta námskeið hjá okkur. Námskeiðið verður í tengslum við landsliðsæfingar A-landsliðs kvenna en þær taka þátt í undankeppni fyrir HM nú í lok nóv. Allir þátttakendur afreksnámskeiðsins fá miða á báða heimaleikina hjá Íslandi, landsliðskonur kíkja á æfingar og við fáum að fylgjast með æfingu A-landsliðsins. Æfingarnar fara fram í TM-höllinni…

Vetrarnámskeið á döfinni

Nú er handboltavertíðin komin vel af stað og líklegt að allir séu búnir að klína smá harpixi á fingurnar og komnir í nýja handboltaskó.  Handknattleiksakademía Íslands ætlar í samstarfi við Lenovo að bjóða upp á enn eitt glæsilegt námskeið fyrir ungar stelpur sem langar að ná langt í íþróttinni. Ágúst og Rakel verða sem fyrr…

Auglysing_mai_2014_-_stelpur.jpg

Námskeið í maí fyrir stelpur

Gleðilegt sumar kæra handboltafólk. Nú er skráning hafin fyrir námskeið fyrir stelpur í maí. Námskeiðið hefst þann 19. maí og lýkur fimmtudaginn 29. maí. Ágúst Jóhannsson er snúinn aftur til Íslands og mun hann vera með þjálfaraflautu um hálsinn allt námskeiðið og leiðbeina þátttakendum.  Námskeiðið mun ekki skarast á við U-16 ára landsliðsæfingar. Við fengum…

HAÍ fagnar tveggja ára afmæli í vor

Það má með sanni segja að innkomu Handknattleiksakademíu Íslands (HAÍ) inn í íslenskan handknattleiksheim hafi verið vel tekið.  HAÍ hefur nú verið starfrækt í á annað ár, eða síðan í maí 2012 þegar fyrsta námskeiðið var sett á laggirnar með yfir 60 áhugasömum stelpum.  Í dag hefur verið fullt á hverju námskeiðinu á fætur öðru…

EM-skóli fyrir stráka

Þá er komið að EM-skóla fyrir stráka á aldrinum 11-16 ára. Námskeiðið hefst þann 20. janúar og stendur yfir í eina viku. Þrjár morgunæfingar eru í vikunni, mánudag, miðvikudag og föstudag kl 6.30-7.40. Tvær æfingar verða á laugardegi og ein æfing á sunnudegi ásamt því að haldinn er fyrirlestur. Nákvæmar tímasetningar eru ekki komnar fyrir…