Fullt í HM-skólann

Skráningin gekk vonum framar og greinilega mikill áhugi hjá stelpunum. Fullt er orðið í HM-skólann sem hefst eftir 5 daga. Næstu námskeið hjá bæði stelpunum og stráknunum verður í maí. Nánar auglýst síðar.

Lenovo áfram aðalstyrktaraðili

Handknattleiksakadademía Íslands (HAÍ) og Lenovo (Nýherji) hafa endurnýjað samninginn sinn til næstu tveggja ára, en á samningstímabilinu mun Lenovo vera megin styrktaraðili HAÍ. Handknattleiksakademían er hugarfóstur Ágústs Þórs Jóhannssonar landsliðsþjálfara og Rakelar Daggar Bragadóttur landsliðskonu. Akademían stendur fyrir handknattleiksnámskeiði fyrir stelpur og stráka á aldrinum 12-17  ára þar sem boðið er upp á fyrsta flokks…

Nýr þjálfari í HAI teymið

Handknattleiksakademía Íslands og Lenovo tilkynna með ánægju að ráðinn hefur verið nýr þjálfari inn í þjálfarateymið. Það er enginn annar en Roland Valur Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkmaður Íslands og núverandi markmannsþjálfari hjá báðum landsliðum. Roland kemur inn í teymið og mun vinna mikið með markmönnum á öllum æfingum. Frábærar fréttir og við hjá Handknattleiksakademíu Íslands og…

HM – skóli fyrir stelpur

Þá styttist í næsta námskeið fyrir stelpur. Handknattleiksakademía Íslands og Lenovo verða með HM-skóla fyrir stelpur fæddar 1996-2001 frá 14. – 17. febrúar. Æft verður tvo morgna, fimmtudag og föstudag, fyrir skóla og 3 æfingar yfir eina helgi. Auk þess verður spennandi fyrirlestur í boði fyrir stelpurnar. Líkt og áður munu nokkrar landsliðskonur kíkja í…

HM – skóli fyrir strákana

Í janúar stendur HAI og Lenovo fyrir HM-skóla fyrir stráka sem fæddir eru 1995-2001. Skipt verður í tvo hópa, ’95-’98 og ’99-’01. Námskeiðið stendur yfir í 4 daga frá 17. – 20. janúar. Námskeiðið byrjar á fimmtudegi þar sem er æft kl 6.30-7.40 að morgni til bæði fimmtudag og föstudag. Um helgina verða svo tvær…

EM – skólinn að hefjast

Nú styttist í að EM – skólinn hefjist. Fyrsta æfing hjá báðum hópum er á fimmtudaginn kl 6.30 í Mýrinni. Við minnum á að allir þátttakendur fá frítt á landsleik Íslands og Hvíta-Rússlands sem verður í Laugardalshöllinni miðvikudagskvöldið 31. október. Stelpurnar þurfa aðeins að mæta í miðasölu og gefa upp nafn og kennitölu og fá…

EM – Skóli

EM – skóli HAI og Lenovo Handknattleiksakademía Íslands og Lenovo bjóða upp á 4 daga námskeið í byrjun nóvember í tilefni þess að íslenska kvennalandsliðið er að fara á sitt þriðja stórmót í röð. Námskeiðið verður einstaklingsmiðið og verða landsliðskonur Íslands gestaþjálfarar. Þá munu hornamenn fá æfingar sérsniðnar að hornamönnum, markmenn fá æfingar frá markmönnum…

Fyrirlestrar

Handknattleiksakademía Íslands ætlar að bjóða upp á fyrirlestra fyrir unga og metnaðarfulla handknattleiksiðkendur. Rakel Dögg Bragadóttir, landsliðskona og einn af stofnendum akademíunnar hefur ásamt afreksþjálfaranum Silju Úlfarsdóttur og íþróttafélagsfræðingnum Viðari Halldórssyni mikla reynslu af afrekshugsun, markmiðasetningu, mikilvægi æfinga og mikilvægi sjálfstrausts. Öll hafa þau gríðarlega reynslu af fyrirlestrahaldi og vilja ólm miðla sinni þekkingu til…