Námskeið 2 er hafið

Annað námskeið hjá stelpunum hófst í gær. Fjölmargar stelpur voru mættar eldsnemma og klárar í fyrstu æfingu. Hrafnhildur Skúladóttir, landsliðshetja með meiru, var mætt en hún er nú hluti af þjálfarateymi Handknattleiksakadmemíu Íslands. Stelpurnar voru alveg rosalega flottar og það var frábært að sjá metnaðinn og löngunina hjá öllum stelpunum sem vilja greinilega ná langt…

Æfingahelgin hjá strákunum

Nú er námskeiðið hjá strákunum búið og heppnaðist það einstaklega vel. Strákarnir voru flottir og það er greinilegt að íslenska þjóðin þarf ekkert að hafa áhyggjur af stöðu landsliðsins næstu árin. Viðar Halldórsson íþróttafélagsfræðingur hélt fyrirlestur á laugardaginn og Silja Úlfarsdóttir á sunnudaginn. Silja fór einnig með strákunum niður í sal og lét þá púla…

Fyrsta námskeiðinu er lokið

Fyrsta námskeiðinu lauk í morgun eftir 3 frábærar vikur. Greinilegt að íslenska kvennalandsliðið þarf ekki að hafa neinar áhyggjur næstu árin því það er fullt af ungum, metnaðarfullum og efnilegum stelpum á leiðinni.  Munið að æfa vel, hugsa vel um ykkur og vinna í þeim þáttum sem Viðar, Silja og Hrabba töluðu um. Skráning er hafin…

Önnur vikan að hefjast

Þá er handknattleiksakademían komin á fullt og fyrsta vikan búin. Sú vika gekk prýðilega og er greinilegt að mikill efniviður er til staðar í íslenskum kvennahandbolta. Stelpurnar hafa verið mjög áhugasamar og lagt mikið á sig á æfingunum. Einbeitningin skín úr hverju andliti og augljóst að metnaðurinn er mikill hjá stelpunum. Önnur vika hófst í…

Markmenn

Handknattleiksakademía Íslands og Lenovo munu standa fyrir námskeiði sem eingöngu verður fyrir markmenn. Verið er að ganga frá samingum við þjálfara og munu nánari upplýsingar koma síðar.

Strákanámskeið

Boðið verður upp á 3 vikna námskeið þar sem æft verður 2 morgna í viku og að auki verður æfingahelgi þar sem þátttakendur fá að kynnast hvernig atvinnumenn æfa. Gestaþjálfarar munu kíkja á æfingar ásamt virtum fyrirlesurum sem munu tala um hvað þarf að gera til að ná árangri, til að fyrirbyggja meiðsli og fá…

Handknattleiksakademía Íslands og Lenovo

Handknattleiksakademía Íslands og Lenovo var stofnuð í apríl 2012. Eigendur eru Ágúst Þór Jóhannsson og Rakel Dögg Bragadóttir. Markmið akademíunnar er að auka afreksstarf innan handknattleikshreyfingarinnar og gefa ungum metnaðarfullum einstaklingum tækifæri til að æfa við bestu aðstæður undir stjórn góðra þjálfara. Í boði verða 3 vikna námskeið fyrir bæði stelpur og stráka, þar sem…

Námskeið í maí

Fyrsta námskeið Handknattleiksakademíu Íslands og Lenovo hefst 14.maí. Gríðarleg aðsókn var á námskeiðið og komust færri að en vildu. Fullt er í báða hópa og það er greinilegt að á Íslandi eru margar ungar metnaðarfullur stúlkur sem er fagnaðarefni fyrir handboltann. Einnig eru nú þegar nokkrar búnar að skrá sig á námskeiðið sem hefst 10.september…